þriðjudagur, desember 20, 2005
Ég er búin í skólanum!!!! Í dag var síðasti dagurinn í skólanum og það var bara mjög gaman. Við fengum einkunnirnar og líka svona blað þar sem stóð eitthvað um okkur sem bekkurinn skrifaði og ég fékk mest er góð í sundi. Svo fór ég bara á laugaveginn með heiðu og arnbjörgu og svo komu kári og gunnar og ég er núna búin að kaupa jólagjafir handa elínu, gunnhildi, helgu, snæfríði, brynhildi, aldísi, kára, gunnari og jóni loga og á eftir að kaupa handa heiðu, arnbjörgu, stínu, pabba og baldri og svo kaupir mamma handa ragnheiði;). Á morgun ætla ég að fara með pakkana og skila þeim og þá kemur amma ingibjörg með eitthvað sem ég á að taka með til Svíþjóðar. Og á fimmtudaginn koma amma og afi í kaffi og það verður örugglega bara gaman. En á föstudaginn fer ég svo til Svíþjóðar!!!!Ég hlakka ekkert smá til. Í fyrradag fékk ég líka úlpu og skó[úlpu í afmælisgjöf og skóna í jólagjöf frá afa og ömmu]. Ég er með heila tóma tösku og svo líka smá pláss í hinni töskunni af því að ég ætla ekki að taka mikið með mér til svíþjóðar af fötum;) kem svo bara með aðra til baka af því að stína og pabbi eiga hina;)
Comments:
Skrifa ummæli