fimmtudagur, júní 16, 2005
Í dag er síðasti dagurinn minn í Svíþjóð:(
Það er geðveikt heitt og ég var að vakna. Stína og pabbi geta ekki tekið neitt með sér (næstum því) af því að ég er með svo mikið.
BBÍB
Sófi
sunnudagur, júní 12, 2005
Í dag er fyrsti dagurinn minn í vist að passa Balla. Hann er búinn að borða stóra krukku og fullt af graut. Hann er líka búinn að pissa á mig.
Á morgun er ég að fara í Gröna Lund með Erlu. Við ætluðum með bekknum í tívolíið en það varð ekkert úr því af því að ekkert foreldri sýndi mikinn áhuga. Í staðinn fengum við peningana sem við ætluðum að nota og við Erla ætlum þangað tvær í staðinn. Á fimmtudaginn erum við að fara til Íslands. Í dag er síðasti sunnudagurinn sem ég á heima í Svíþjóð:(
Á eftir ætla ég að halda áfram að pakka. Ég er komin nokkuð langt á leið og búin að fylla eina tösku með bókum. Hin taskan sem ég tek með verður örugglega fyllt með fötum og spilum. Tveir fullir kassar komnir og fullt af dóti útí skúr sem ég tek ekki með núna. Einn rafmagnsgítar og ljósakróna.
Jæja, þetta er svona allt sem ég er að gera og var og að fara að þannig að ég ætla að segja þetta gott núna.
Sófi
laugardagur, júní 04, 2005
Nú er ég að verða búin í skólanum :):)
Á morgun er afmæli hjá systur hans Hlyns, Guðrún Lóa, og svo er Stebbi að fara að koma. Í næstu viku er ég að fara í Gröna Lund og svo þarf ég að fara að pakka dótinu mínu í töskur og kassa af því að ég er að fara að flytja til Íslands og kem ekki aftur til Svíþjóðar fyrr en um jólin held ég:(
Á föstudaginn er skolavslutning og svo er sumarfríið byrjað:)
Það er ekki gott veður úti í dag. Bara 15°c og hellidemba. Við Stína förum kannski niður í bæ á eftir:D
Sjumst
Sófi