mánudagur, maí 09, 2005
Óvissuferðin var mjög skemmtileg.
Við fórum í stærsta dýragarðinn í Norðurlöndunum.
Þar var safari og höfrungasýning og margt fleira.
Við fórum líka á hótel sem heitir Scandic og er besta hótelið í heiminum(við reyndum sko að fara á það á hverri nóttu í Norrlandsferðinni) og í bílabát. Við skoðuðum líka kanal og slottsruin. Við fórum líka í æðislega ísbúð þar sem ískúlurnar voru risastórar. Í dag var líka gaman í skólanum af því að það komu kennaranemar. Þeir eru að hjálpa okkur að gera stuttmyndir. Minn hópur er að gera mynd um morðingja sem flýr úr fangelsi til að hefna sín á manninum sem setti hann inn og það er mjög gaman að gera þetta.
Ég er að fara til Íslands
18 dagar eftir af skólanum(28 hjá hinum)
Sófi
föstudagur, maí 06, 2005
miðvikudagur, maí 04, 2005
Það var geðveikt gaman í skólanum í dag!!!!!
Fyrri parturinn var ekkert sérstakur en seinni parturinn var mjöög skemmtilegur.
Þá komu 15 kennaranemar og þau ætla að hjálpa okkur í fjórum hópum að gera stuttmynd. Ég er auðvitað í langbesta hópnum með Erlu og einu skemmtilegu strákunum í bekknum. Við ætlum að gera mynd sem heitir Hefndin. Þar er sko Arne sem var vitni á móti Karl Urban. Karl Urban flýr svo úr fangelsinu og finnur Arne til að hefna sín á honum. Þegar Karl Urban ætlar að skjóta Arne skýtur löggan hann(Karl Urban). Þetta var mjög skemmtilegur tími og mjög skemmtilegur hópur af því að meðan hinir hóparnir voru að diskutera þetta mjög alvarlega vorum við að hlæja. Þetta á eftir að verða mjög skemmtilegt og allir í bekknum fá sitt eintak af myndunum.
Ennþá 25 dagar eftir í skólanum
Það er mjög stutt þangað til ég flyt til Íslands(finnst mér) og mikið að gera þangað til. Á eftir er ég að fara að dansa tvisvar með svona hálftíma millibili í mesta lagi. Fimmtudagur og föstudagur eru frídagar og á sunnudaginn er ég að fara að syngja í messu.
Það eru 25 dagar eftir í skólanum.