miðvikudagur, mars 30, 2005
Núna er ég í HOLLANDI!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Það er rosalega gaman. Ég er búin að fá tvö páskaegg frá Íslandi. Á morgun förum við kannski í Efteling og svo förum við kannski líka í dýragarð. Á laugardaginn átti VALGERÐUR afmæli. Þá varð hún 6 ára. Ég hélt að veturinn væri búinn í Svíþjóð en Stína skrifaði á bloggið sitt að það væri aftur komið frost:(
Jæja þetta er nú nóg í bili:)
Sófi
fimmtudagur, mars 03, 2005
ég sá eitthvað eins og svart kusk núna áðan. kuskið hreyfðist.
Ég er lasin. Ég er ekki lengur með 39,64 en ég er samt með kvef. Ég var mjög heppin að verða ekki lasin í síðustu viku af því að þá var ég á Ítalíu. Það var gaman.
Þriðjudagur: San Pietro kirkjan og Piazza San Pietro (Air) þar sem vestanvindur Dans Brown er.
Matur: Pizza í hádegismat
Keypt: Einnota myndavél
Miðvikudagur: Piazza del Popolo og kirkjan þar sem Chigi-chapel (Earth) er og svo strætó í mat og eftir það fórum við í Panþeon. Ætluðum á Fontana di Trevi en ákváðum að fara í staðinn framhjá minnismerki um Vittorio Emanuele II. Við gengum þaðan að Collosseum neðanjarðarlestastöðinni og framhjá Collosseum og Forum Romanum.
Matur: Ravioli með rosa góðri sósu í hádegismat
Keypt: Skór á Jón Loga(Geox) og póstkort:)
Fimmtudagur: Ætluðum í Sistina-chapel en röðin var svo löng að við ákváðum að fara í sporvagn sem fór með okkur í dýragarð. Strætó niður á spænsku tröppurnar og skoðuðum tískugöturnar í kring. Gucci og allir hinir.
Matur: Pasta
Keypt: Tinky Winky
Föstudagur: Hættum aftur við að fara í Sistina chapel og fórum í staðinn í kúpólinn í San Pietro kirkjunni og horfðum yfir Páfagarð. Þaðan fórum við að Castel Saint Angelo en skoðuðum hann bara að utan. Við gengum að Piazza Navona(Water) og fengum okkur að borða. Þaðan gengum við á Fontana di Trevi og köstuðum peningum í gosbrunninn og óskuðum okkur=). Við leituðum síðan að Santa Maria de Vittoria(Fire) og sáum BERNINI hótelið á leiðinni.
Matur: Mjög gott pasta
Keypt: Hálsmen, gjöf handa Ástu, sumargjöf handa Heiðu, litlir kallar
Laugardagur: Ákváðum að bíða í röð eftir Sistina chapel og skoðuðum vatíkanska múseumið. Eftir það fórum við í strætó út í sveit og löbbuðum í katakomburnar. Þaðan tókum við strætó og fengum okkur kvöldmat og fórum heim.
Matur: Pasta og seigt kjöt
Sunnudagur: Byrjuðum á Collosseum og sáum llessuR standa á gólfinu sem var ekki þarna og skylmast. Þaðan fórum við og fengum okkur að borða og svo fórum við í Forum Romanum og þá byrjaði að rigna. Þetta var rosalegur dagur og við fórum á Piazza del Spagna og gáðum hvort það væri opin campersskóbúð þar. Hún var ekki opin. Við fórum þaðan á neðanjarðarlestarstöðina og ég keypti þrjár nafnamyndir á kínversku eða eitthvað og svo langaði mig til að kaupa fleiri myndir og fór til baka en konan var farin. Ég, pab og Jón fórum að ráfa um hverfið okkar og sáum að við höfðum alltaf farið óvenjulega langa leið í Sistina chapel. Við fundum líka tvær matvöruverslanir og keyptum nutella og Jón keypti sér páskaegg og ég keypti gjöf handa Erlu(samt ekki í búðinni).
Matur: Geðveikt gott lasagne og kaka í eftirmat
Keypt: Nutella, Erlugjöf og páskaegg:)
Þetta var allt og þeir sem hafa lesið Angels and Demons skilja þessa sviga örugglega.
Á www.geimskip.tk eru myndir frá þessari ferð.:)
kuskið var skordýr. kuskið er dáið.